Þátttakendur í fyrsta þætti eru, fyrir hönd Breiðabliks keppa þau Eva Ruza og Herra Hnetusmjör og fyrir hönd FH er það þau Jón Jónsson og Björg Magnúsdóttir. Spennandi fyrsta viðureign í 16-liða úrslitum.
Það er komið að fulltrúum Aftureldingar og Fjarðabyggðar að takast á við skemmtilegar og krefjandi spurningar úr öllum áttum. Fyrir hönd Aftureldingar keppa þeir Dóri DNA og Steindi og fyrir hönd Fjarðabyggðar er það þau Guðrún Veiga og Helgi Seljan.
Það eru þau Sóli Hólm og Sólrún Diego sem keppa fyrir hönd Þróttar og á móti þeim mæta þau Halli Melló og Eva Laufey fyrir hönd ÍA.
Anna Svava og Aron Mola mæta fyrir hönd Víkings og á móti þeim fyrir hönd Fylkis eru það Hjálmar Örn og Jói
Í kvöld skýrist það hvort KR eða KA tryggi sér sæti í 8-liða úrslitum Kviss.
Það vantar ekki gleðina og spennuna í þessum þætti af Kviss þegar þau Þorkell Máni og Inga Lind mæta fyrir hönd Stjörnunnar á móti þeim Birgittu Haukdal og Snæbirni sem keppa fyrir hönd Völsungs.
Björn Bragi tekur á móti hörku liðum í kvöld. Hannes Þór og Birna María keppa fyrir hönd Vals og á móti þeim mæta þau Páll Magnússon og Edda Sif fyrir hönd ÍBV. Það verður spennandi að sjá hvort liðið sigrar og heldur áfram leik í keppninni um Íslandsmeistarann í Kviss.
Fyrst til leiks í 8 liða úrslitum eru Völsungur og FH. Keppnissskapið er með ólíkindum og verður hart barist!
Það vantar ekki gleðina og spennuna í næsta þætti. Hvort verður það Fylkir eða Selfoss sem heldur sæti sínu í keppninni um Íslandsmeistarann í Kviss?
Það var mikil spenna sem ríkti þegar að KR og Þróttur mættust, svo mikil spenna að liðin skulfu af stressi.
Síðasta viðureignin í 8 liða úrslitum. Dóri DNA og Steindi keppa fyrir hönd Aftureldingar og á móti þeim fyrir hönd Vals er það Hannes Þór og Birna María í hörkuspennandi keppni.
16 lið hófu þátttöku og nú eru aðeins 4 lið eftir. Ekki missa af spennandi undanúrslitum.
Hver verður Kviss Meistari 2020 ? FH og Valur fá nú tækifæri til að spreyta sig áfram í sjálfan úrslitaþáttinn!
16 lið hófu keppni í vetur og nú eru 2 lið eftir. Verður það FH eða Þróttur sem hreppir titilinn: Íslandsmeistari í Kviss?
Eva Ruza og Gerður Arinbjarnardóttir mæta kempunum Dóra DNA og Steinda Jr.
Fjórða þáttaröð af Kviss hefst með alvöru Reykjavíkurslag á milli KR og Vals. Í liði KR-inga eru tónlistarmaðurinn Páll Óskar og leikkonan Saga Garðarsdóttir en Valsliðið skipa tónlistarmennirnir og bræðurnir Unnsteinn Manuel og Logi Pedro.
Færeyjar mæta til leiks í Kviss og taka á móti Dalvík í sprenghlægilegum þætti. Færeyska landsliðið skipa söngvarinn Jógvan Hansen og fjölmiðlakonan Ósk Gunnarsdóttir en í liði Dalvíkinga eru tónlistarmennirnir Friðrik Ómar og Eyþór Ingi.
Afturelding, ríkjandi meistari frá síðustu þáttaröð, sendir tónlistarkonurnar GDRN og Stefaníu Svavars til leiks í ár. Þær taka á móti Breiðabliki en í Kópavogsliðinu eru sjónvarpskonan Kristjana Arnarsdóttir og leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir.
Skaginn mætir Breiðhyltingum. Í liði Leiknis eru sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason og leikkonan Dóra Jóhannsdóttir en lið ÍA skipa sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og fótboltamaðurinn Arnór Smárason.
Leikkonan Júlíanna Sara Gunnarsdóttir, einn af litríkustu keppendum síðustu þáttaraðar, mætir til leiks að nýju með tónlistarmanninn Kristmund Axel sér við hlið. Í liði Þróttar eru leikkonurnar María Dögg Nelson og Ásthildur Úa Sigurðardóttir.
Sannkallaður tónlistarslagur. Í liði Vestra frá Ísafirði eru Helgi Björns og Sigga Beinteins en lið andstæðinga þeirra, Tindastóls, skipa Arnar Freyr og Helgi Sæmundur úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur.
Sprenghlægilegur þáttur þar sem FH mætir KA. Lið Hafnfirðinga skipa tónlistarmaðurinn Patrik Atlason og leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir en í liði Akureyringa eru tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson og Karen Björg Þorsteinsdóttir, grínisti og handritshöfundur.
Alvöru nágrannaslagur Árbæinga og Breiðhyltinga. Í liði Fylkis eru rapparinn Bent og stjórnmálakonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir en ÍR-ingar eru rapparinn Emmsjé Gauti og sjónvarpskonan Viktoría Hermannsdóttir.
Fjölnir og Dalvík mætast í fyrstu viðureigninni í 8-liða úrslitum í bráðfyndnum og spennandi þætti. Í liði Grafarvogsbúa eru leikkonan Júlíana Sara og tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel en Dalvíkingar eru tónlistarmennirnir Friðrik Ómar og Eyþór Ingi.
ÍR og KA mætast í hörkuviðureign í 8-liða úrslitum. Í liði Breiðhyltinga eru tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti og sjónvarpskonan Viktoría Hermannsdóttir en í liði Akureyringa eru tónlistarmaðurinn Magni og grínistinn og handritshöfundurinn Karen Björg.
Vesturbæingar og Vestfirðingar eigast við í stórskemmtilegri viðureign. Söngkonan Diljá kemur ný inn í lið Vestra og keppir við hlið Siggu Beinteins. Í liði KR eru tónlistarmaðurinn Páll Óskar og leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir.
Afturelding og ÍA mætast í hörkuslag í síðustu viðureigninni í 8-liða úrslitum. Í liði Skagans eru sjónvarpskonan Sigrún Ósk og fótboltamaðurinn Arnór Smárason en í liði Mosfellinga eru tónlistarkonurnar GDRN og Stefanía Svavarsdóttir.
Undanúrslitin byrja með látum en í fyrri viðureigninni eigast við fornir fjendur, KR og ÍA. KR hefur tvívegis áður farið í úrslit Kviss en ÍA aldrei. Í liði KR eru Páll Óskar og Saga Garðarsdóttir en í liði ÍA eru Sigrún Ósk og Arnór Smárason.
Í seinni undanúrslitaviðureigninni mætast ÍR og Fjölnir en hvorugt liðið hefur áður náð svona langt í Kviss. Í liði Breiðhyltinga eru Emmsjé Gauti og Viktoría Hermanns en í liði Grafarvogsbúa eru Júlíana Sara og Kristmundur Axel.
Loka þátturinn þar sem Kviss sigurvegari er krýndur
Sannkallaður stjörnuleikur spurninga- og skemmtiþáttarins Kviss þar sem árið 2023 er gert upp með einstökum hætti. Keppendur eru landsþekktir grínistar í bland við stjörnur sem skinu skært á árinu. Stjórnandi þáttarins er Björn Bragi en í liðunum sem mætast eru Steindi Jr., Saga Garðarsdóttir, Dóri DNA, Bríet, Sandra Barilli og Patrik Atlason.
Fyrsta viðureign fimmtu þáttaraðar Kviss hefst með hvelli. Fóstbræðurnir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson skipa lið Aspar og leikararnir Bergur Ebbi og Kristín Þóra lið Vals.
Keflavík mætir KR-ingum í þessum þætti þar sem stórsöngvarinn Valdimar og rithöfundurinn Sólborg Guðbrandsdóttir keppa fyrir Keflavík og Gísli Marteinn sjónvarpsmaður og Þuríður Blær keppa fyrir KR.
Áhrifavaldaparið Gummi Kíró og Lína Birgitta mæta hér leikkonunni Söndru Barilli og Rúnari Frey í skemmtilegri viðureign.
Landsbyggðarslagur á milli Fjarðarbyggðar og Selfossar þar sem tónlistargoðsagnirnar Gunni Óla og Einar Bárðarson keppa fyrir Selfoss. Helgi Seljan sjónvarpsmaður og Katrín Halldóra leikkona keppa fyrir Fjarðarbyggð.
Sjónvarpskonan Magnea Björg ásamt tónlistarkonunni Ásdísi Maríu keppa hér við stórsöngvarann Sverri Bergmann og sjónvarpskonuna Ínu Maríu í stórskemmtilegri viðureign milli Leiknis og Njarðvíkur.
Úrslit Kviss þar sem Valur og Fram reyna að hreppa sigurinn.
Stjörnuleikur spurninga- og skemmtiþáttarins Kviss þar sem árið 2024 er gert upp á sprenghlægilegan máta. Keppendur eru landsþekktir grínistar og stjörnur sem skinu skært á árinu. Stjórnandi þáttarins er Björn Bragi og keppendur eru Steindi Jr., Herra Hnetusmjör, Ebba Katrín, Saga Garðarsdóttir, Jón Jónsson og Patrekur Jaime.
Stjörnuleikur spurninga- og skemmtiþáttarins Kviss þar sem árið 2024 er gert upp á sprenghlægilegan máta. Keppendur eru landsþekktir grínistar og stjörnur sem skinu skært á árinu. Stjórnandi þáttarins er Björn Bragi og keppendur eru Steindi Jr., Herra Hnetusmjör, Ebba Katrín, Saga Garðarsdóttir, Jón Jónsson og Patrekur Jaime.