Home / Series / Svörtu sandar / Aired Order /

All Seasons

Season 1

  • S01E01 Svört fjara

    • December 25, 2021
    • Stöð 2

    Rannsóknarlögreglan Aníta herjar á æskuslóðir eftir 15 ára fjarveru. Hún kvíðir því að hitta fólk sem hún hefur lengi forðast, sérstaklega móður sína. Á leiðinni er hún kölluð til starfa vegna líkfundar í fjörunni við Glerársanda, þar sem hún hittir gamlan vin, nýja samstarfsfélaga og fyrrum ástmann.

  • S01E02 Ferðalagið er áfangastaðurinn

    • December 26, 2021
    • Stöð 2

    Tilkoma slösuðu stúlkunnar breytir rannsókninni á andláti ferðamannsins en metnaðarleysi og meðalmennska í vinnubrögðum lögreglunnar flækir málin. Aníta styrkir tengslin við þá sem standa henni næst en mæðgurnar eiga erfitt með að ná saman á ný. Elín vonast til að partý um kvöldið breyti því.

  • S01E03 Svefnleysi

    • January 2, 2022
    • Stöð 2

    Aníta gerir stórtæk mistök í yfirheyrslu stúlkunnar sem Fríða á erfitt með og teymið reynir að rétta úr kútnum áður en illa fer. Ekkill ferðakonunnar kemur til landsins og varpar nýju ljósi á málið sem fer að taka á sig nýja mynd.

  • S01E04 Þú ert ekki hér

    • January 9, 2022
    • Stöð 2

    Vísitölufaðirinn Gústi fær Lenu í viðtal og kemst að klúðri kollega sinna. Spjótin beinast að Fríðu og yfirvofandi koma Gústa í bæinn setur álag á teymið, þá sérstaklega Anítu sem hvetur hana til að leita sér aðstoðar á kunnuglegum slóðum.

  • S01E05 Salt í sárin

    • January 16, 2022
    • Stöð 2

    Niðurstöður úr krufningu staðfestir að um morð sé að ræða. Salomon heimsækir Helgu og Elínu á meðan Aníta tekst á við Gústa sem hefur lengt dvöl sína. Gömul lögreglumál leiða nýjar upplýsingar í ljós. Kvöld hittingur elskendanna tekur óvænta stefnu.

  • S01E06 Tjöldin falla

    • January 23, 2022
    • Stöð 2

    Annað lík finnst sem tengist einu málanna sem Fríða og Aníta eru að rannsaka og óvenjuleg fjarvistarsönnun Fríðu kemur á óvart. Mæðgurnar verða fyrir miklu áfalli og samband Salomons og Anítu býr til óvænt tækifæri fyrir rannsóknarteymið.

  • S01E07 Lítill ljóshærður drengur

    • January 30, 2022
    • Stöð 2

    Fortíð Salomons og Anítu skiptir meira máli en nokkrum grunar. Aníta undirbýr sig fyrir að kveðja ömmu sína. Ragnar er uppfærður um stöðu mála og saman hrinda Gústi og Aníta af stað erfiðasta verkefni ferils og lífs hennar.

  • S01E08 Nótt elskenda

    • February 6, 2022
    • Stöð 2

    Heimurinn snýst. Aníta og Gústi eru í kapphlaupi við tímann, leitandi að mönnunum tveimur og óttast það versta. Atburðir síðustu ára fara að skýrast og það er ljóst að saman stefna þau í uppgjör sem mun breyta öllu.

Season 2

  • S02E01 Tími til að lifa

    • October 6, 2024
    • Stöð 2

    Helena, amma Tómasar, kemur á lögreglustöð Glerársanda til að leita upplýsinga um misnotkun á fósturheimilum. Lögregluþjónninn Fríða verður áhyggjufull þegar hún heyrir að fósturheimilið sem um ræðir tilheyrði ömmu Anítu. Á meðan glímir Aníta við afleiðingar áfalla heima samhliða nýju hlutverki sem móðir.

  • S02E02 Allt er lygi

    • October 13, 2024
    • Stöð 2

    Helena finnst látin í bílslysi. Grunur er um saknæmi og rannsókn hefst. Fríða reynir af umhyggju að halda Anítu utan málsins en eykur í stað á vaxandi vanlíðan hennar. Aníta hefur því sína eigin rannsókn.

  • S02E03 Ein og yfirgefin

    • October 20, 2024
    • Stöð 2

    Aníta snýr til starfa en fær ekkert að gera. Hún viðurkennir að hafa fengið upplýsingar um mál Helenu fyrir nokkru síðan sem býr til ósætti milli hennar og Fríðu. Fjölskylduleyndarmál rekur Anítu til að rannsaka fósturheimilið upp á eigin spýtur og uppgötvar hún tengsl við dauða Helenu þegar aðrar konur af heimilinu mæta í bæinn.

  • S02E04 Of margir andardrættir

    • October 27, 2024
    • Stöð 2

    Fríðu grunar Davíð í máli Helenu, á meðan Aníta uppgötvar hryllinginn um fósturheimili ömmu sinnar. Eftir jarðarförina rífast konurnar frá fósturheimilinu vegna Davíðs. Auður á uppgjör við hann með hræðilegum afleiðingum.

  • S02E05 Einfaldur þú ert

    • November 3, 2024
    • Stöð 2

    Þegar Davíð finnst, breytist allt. Andlegt ástand Anítu versnar án þess að Fríða taki eftir því. Rannsókn Helenu er hætt komin, á meðan upptökur af öryggismyndavélum leiða í ljós vísbendingu um ástand hans.

  • S02E06 Dansa berfættar

    • November 10, 2024
    • Stöð 2

    Árið 1983 kom Helena á fósturheimilið og amma Helga og Davíð áttu uppgjör sem varpar ljósi á blóði drifna slóð Svörtu sanda.

  • S02E07 Nú held ég út

    • November 17, 2024
    • Stöð 2

    Yfirheyrslur taka dramatíska stefnu eftir niðurstöðu krufningar. Gústi er hræddur um Anítu þegar hann gerir sér grein fyrir andlega ástandi hennar. Hann tekur dóttur þeirra af henni, með hræðilegum afleiðingum.

  • S02E08 Svört fjara II

    • November 24, 2024
    • Stöð 2

    Leitin að Anítu heldur áfram yfir nóttina og lögreglan úr Reykjavík tekur yfir rannsóknina. Gústi missir tökin en og Fríða finnur lykilvísbendingu sem neyðir hana til að taka afdrifaríka ákvörðun um framtíð Anítu.