Morðinginn skilur eftir blað með tölum á morðstað. Er þetta dulmálskóði eða eru þetta skilaboð? Málið flækist þegar tölurnar fara að birtast víðar.
Annað fórnarlamb finnst hrottalega myrt og Huldar og Freyja gera óvæntar tengingar sem færa þau nær lausn málsins og hinum grunaða.
Lausnin á tölunum beinir sjónum lögreglunnar í aðra átt og grunur leikur á að þriðja fórnarlambið sé einhvers staðar þarna úti.
Morðinginn er handtekinn og málinu er lokið en þegar unga stúlkan tjáir sig um nóttina örlagaríku skilur Huldar að ekkert er eins og það virðist.