Benedikt Ríkarðsson, formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, reynir að vekja þjóðina til þátttöku í lýðræðinu með óvenjulegum hætti í alþingiskosningum. Brátt snúast kosningarnar einkum um yfirlýsingar hans. Kosningabaráttan verður sífellt rætnari þegar aðrir flokkar reyna að skjóta Benedikt niður með öllum tiltækum ráðum. Hann mætir gagnrýni af auðmýkt og með jafnaðargeði.
Kjörsókn náði ekki 90% og Benedikt neitar að taka við sjórnarmyndunarumboði forseta Íslands. Aðrir stjórnmálaleiðtogar sjá sér leik á borði. Á sama tíma biðlar Benedikt til þjóðarinnar að skrifa sinn eigin stjórnarsáttmála á Twitter sem vekur alþjóðlega athygli. Fortíð Benedikts er dregin upp á yfirborðið í pólitísku skyni.
Á sama tíma og andleg heilsa Benedikts fer versnandi lendir hann í átökum við Svanhvíti um niðurskurð í fjárveitingum, sérstaklega varðandi fyrirheitna geðdeild. Steinunn stendur frammi fyrir áskorunum bæði í fjölskyldulífi og vinnu. Grímur reynir að styðja Benedikt en spennan eykst og Benedikt er einangraður og óstöðugur.
Benedikt mætir andstöðu vegna fjármögnunar geðheilbrigðismála sem hefur í för með sér árekstra við aðra ráðherra og áhyggjur af stöðugleika hans. Hegðun hans verður óstöðugri og Steinunn og Grímur eiga erfitt með að takast á við afleiðingarnar. Steinunn dýpkar þátttöku sína í stjórnmálum en Grímur er klofinn milli hollustu og metnaðar.