Home / Series / Missir / Aired Order /

All Seasons

Season 1

  • S01E01 Að missa maka

    • September 21, 2021
    • Sjónvarp Símans

    Þegar við elskum einhvern, búum með honum og förum samferða í gegnum lífið þá verðum ósjálfkrafa samvaxin. Hvað gerist þá þegar viðkomandi tekur allt í einu upp á því að deyja og hverfa burt? Hvernig getum við byggt okkur upp á nýju? Getum við verið sorgmædd og hamingjusöm á sama tíma? Í þættinum hittum við fólk sem hefur tekist á við ástina og dauðann og unnið í því að finna lífshamingjuna að nýju.

  • S01E02 Að missa barn

    • September 28, 2021
    • Sjónvarp Símans

    Að missa barnið sitt – er það ekki stærsti og mesti ótti? Okkar versta martröð? Að missa barn sitt er án efa einn erfiðasti atburður í lífi okkar. Foreldrar sitja eftir með brostið hjarta og spurningar sem enginn getur svarað. Að missa barn breytir fólki til frambúðar. Hvernig vinnur fólk úr þessari sorg? Getur maður einhvern tímann orðið hamingusamur aftur? Í þessum þætti hittum við fólk sem hefur tekist á við þessa sorg og missi og lært að lifa upp á nýtt.

  • S01E03 Að missa úr fíkn

    • October 5, 2021
    • Sjónvarp Símans

    Fíkn er alvarlegur heilasjúkdómur af líffræðilegum toga sem oft leiðir til dauða. Það gleymist oft að þetta fólk sem deyr vegna ofneyslu á lyfjum og áfengi á foreldra, systkini, vini og börn sem dragast inn í þessi veikindi. Þetta eru aðstandendur, stór, ósýnilegur hópur sem lifir í miklum ótta, kvíða og sorg. Hvernig upplifa börn þennan veruleika? Hvernig upplifa foreldrar, bræður og systur þessa sorg og þennan missi? Við ætlum að skoða það í þessum þætti.

  • S01E04 Að missa foreldri

    • October 12, 2021
    • Sjónvarp Símans

    Þau hafa fætt okkur og alið okkur upp, þau eru stoð okkar og stytta og þau gáfu okkur lífið. Þegar við erum börn þá trúum við því að foreldar okkar sé ódauðlegir. En það er ekki svo. Það er löng og ströng sorgarganga að missa foreldri. Börn þurfa lífsnauðsynlega foreldra en samt missa börn foreldra sína – og ótrúlegt en satt – það komast af. Við fáum nú að heyra sögur þar sem fólk missir foreldra sína, fer í gegnum óbærilega kvöl, angist og ringulreið en lærir svo að byggja líf sitt upp að nýju.

  • S01E05 Að missa í sjálfsvígi

    • October 19, 2021
    • Sjónvarp Símans

    Af hverju? Hvers vegna? Hefði ég getað gert eitthvað? Hvers vegna gafstu upp? Svo ótal margar spurningar – en það eru engin svör. Í þessum þætti hittum við fólk sem hefur misst ástvini sína, móður, bróður og barn í sjálfsvígi. Þetta er óbærilegur sársauki. Þetta er eitthvað sem á ekki að vera hægt að komast í gegnum. En í þessum þætti hittum við fólk sem hefur tekist á við þessa sorg og byggt upp líf sitt að nýju.

  • S01E06 Að missa systkini

    • October 26, 2021
    • Sjónvarp Símans

    Systkini eru oft nánasta fólkið í lífi okkar. Þetta er fólkið sem stendur okkur næst – þekkir okkur best. Þau eru stór hluti af okkur og þegar þetta fólk fellur frá, deyr einhver hluti af okkur um leið og allt breytist. Við stöndum bjargarlaus eftir og reynum að fóta okkur í nýjum veruleika. Í þættinum hittum við fólk sem hefur misst systkini og lært að fóta sig í nýjum veruleika.

Season 2

  • S02E01 Að vita að þú deyrð

    • January 9, 2025
    • Sjónvarp Símans

    Við vitum innst inni að dagar okkar eru taldir. Okkur er gefinn takmarkaður tími. Líkami okkar mun deyja einhvern daginn. Hvernig hugsum við um dauðann og hvernig mótar það líf okkar?

  • S02E02 Börn og dauðinn

    • January 16, 2025
    • Sjónvarp Símans

    Dauðinn er ógnvænlegur en hann er líka dularfullur og spennandi. Það getur verið flókið og erfitt að útskýra hann fyrir börnum. Hvernig upplifa börnin og skynja dauðann?

  • S02E03 Annað tækifæri

    • January 23, 2025
    • Sjónvarp Símans

    Að lenda í lífshættu. Finna allt í einu fyrir dauðanum. Hvernig þessi skuggi sem fylgir okkur allt lífið, andar ofan í hálsmálið á okkur. Hvernig bregðumst við við? Hvernig getur dauðinn breytt okkur? Þegar við fáum annað tækifæri þá er jafnvel eins og við endurfæðumst.

  • S02E04 Af hverju tölum við ekki um dauðann?

    • January 30, 2025
    • Sjónvarp Símans

    Það er litið á hann sem örlög, sem miskunnarlausan óvin, sem hið illa. Hann er ekki okkur að kenna, hann kemur yfir okkur. Við óttumst hann. Hann ógnar lífinu. Hann er óútreiknanlegur. Hvernig eigum við að tala um dauðann?

  • S02E05 Kveðjustund

    • February 6, 2025
    • Sjónvarp Símans

    Við munum öll deyja. Það eru engin lyf til við dauðanum. Samt sem áður lítum við ekki á dauðann sem eitthvað náttúrulegt. Hann er andsnúinn okkur. Við getum ekki sætt okkur við hann, ekki heldur þegar við ýtum honum úr huga okkar. Spurningarnar leita aftur og aftur á okkur: Hvenær dey ég? Hvernig sættist ég við dauðann?

  • S02E06 Að sigra dauðann

    • February 13, 2025
    • Sjónvarp Símans

    Getum við sigrað dauðann? Í þúsundir ára höfum við glímt við þessa stærstu spurningu lífsins og reynt að svara henni með ýmsum hætti. Þessi spurning er ef til vill grunnurinn að öllum trúarbrögðum og heimspeki. Getum við lifað lífinu þannig að við verðum ódauðleg?