Að missa barnið sitt – er það ekki stærsti og mesti ótti? Okkar versta martröð? Að missa barn sitt er án efa einn erfiðasti atburður í lífi okkar. Foreldrar sitja eftir með brostið hjarta og spurningar sem enginn getur svarað. Að missa barn breytir fólki til frambúðar. Hvernig vinnur fólk úr þessari sorg? Getur maður einhvern tímann orðið hamingusamur aftur? Í þessum þætti hittum við fólk sem hefur tekist á við þessa sorg og missi og lært að lifa upp á nýtt.