Af hverju? Hvers vegna? Hefði ég getað gert eitthvað? Hvers vegna gafstu upp? Svo ótal margar spurningar – en það eru engin svör. Í þessum þætti hittum við fólk sem hefur misst ástvini sína, móður, bróður og barn í sjálfsvígi. Þetta er óbærilegur sársauki. Þetta er eitthvað sem á ekki að vera hægt að komast í gegnum. En í þessum þætti hittum við fólk sem hefur tekist á við þessa sorg og byggt upp líf sitt að nýju.