Í fyrsta þætti Sveitarómantíkur fáum við að kynnast hjónunum Guðnýu Helgu og Jóhanni sem búsett eru á Bessastöðum í Hrútafirði.
Aníta Mjöll og Sigfús eru yngstu bændur seríunnar en í öðrum þætti fáum við að skyggnast inn í líf þeirra á bænum Staffelli Austurlandi. Sigfús á ættir sínar að rekja til bæjarins til fyrsta manntals en Aníta er borgarstelpa sem elti ástina austur á land.
Það var ævintýraþráin og hvatvísin varð til þess þau Ásu Sif og Ævar Austfjörð ákváðu nokkuð óvænt að gerast bændur, þá bæði komin yfir fertugt. Á Hlemmiskeiði á Suðurlandi má segja að þau stundi afar tilraunakenndan búskap.
Í fjórða þætti heimsækjum við glæsilegan hestabúgarð hjá hinum stórskemmtilegu Huldu og Hinna sem er reka fyrirtækið Hestvit ásamt syni sínum og tengdadóttur. Það er óhætt að segja að líf fjölskyldunnar snúist í kringum hesta en það var hestamennskan sem sameinaði þau á áttunda áratugnum.
Í fimmta þætti fáum við að kynnast bændunum Mána og Eydísi sem stunda lífrænan sauðfjárbúskap í Skagafirðinum. Þau eru einstaklega samrýnd og skemmtileg hjón sem vilja helst hafa líf og fjör í kringum sig og húsið sitt fullt af fólki.
Í loka þætti seríunnar fáum við að kynnast þeim sómahjónum Guðnýu og Sveini á Vatnsenda sem bæði búa yfir einstakri lífsgleði og hlýju sem er óhætt að segja að smiti út frá sér.