Æði strákarnir mæta í sínu allra besta pússi og hjálpa Dóru að matreiða fram lúxus Lu eftirrétt og opna sig í leiðinni um stjörnulífið.
Glamúr, glimmer, pallíettur og Palli, ásamt illa elduðum kalkúnabringum og þykkustu sósu landsins. Hann segir okkur frá ferlinum og hvernig það er að vera Palli.
Hversu þunn á pönnukaka að vera? Katrín Jakobsdóttir kemur Dóru til bjargar og dettur í alvöru trúnó um ástina, pólitík og mat.
Hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Flóni mætir með sína eigin svuntu og lætur til sín taka í eldhúsinu. Hann segir okkur frá ástinni, óvæntum leiklistarferli og tónlistinni
Annie Mist tekur yfir eldhúsið hennar Dóru og fer yfir ferlinn, æskuna og hvað rétt hugarfar getur gert gæfumuninn.
Vilhelm Neto þarf varla að kynna fyrir landsmönnum, en þessi magnaði grínisti er einnig lúmskur í eldhúsinu. Hann segir okkur frá öllu á milli himins á jarðar, ásamt því að matreiða fram Portúgalskan rétt af mikilli list.
Sigga Beinteins söng sig fyrir löngu inn í hjörtu þjóðarinnar, en hefur aldrei unnið neinn á sitt band með eldamennskunni sinni. Hún segir okkur frá fyrstu árunum hennar í tónlist og hvernig það kom til að hún byrjaði svo fátt eitt sé nefnt.
Helgi Ómars sem gjarnan er kallaður glaðlindasti maður landsins er mikill áhugamaður um mat og sýnir okkur það ásamt því að tala um ástina, lífið og undirstrikar það á sinn einstaka hátt hvað það er mikilvægt að vera trúr sjálfum sér.