Home / Series / Okkar eigið Ísland / Aired Order /

All Seasons

Season 1

  • S01E01 Sólheimajökull

    • February 12, 2022
    • Stöð 2

    Garpur og Rakel skella sér uppá Sólheimajökul í leit að ævintýrum. Þar finna þau ísgöng og Rakel viðurkennir að jökulinn hafi komið henni á óvart.

  • S01E02 Skessuhorn

    • February 12, 2022
    • Stöð 2

    Garpur dregur Rakel uppá Skessuhorn, þar sem Rakel þarf að nota ísaxir í fyrsta skipti. Veðrið spilar stóran part og alveg óvíst hvort þau komist á toppinn...

  • S01E03 Breiðamerkurjökull

    • February 19, 2022
    • Stöð 2

    Garpur og Rakel skella sér á Breiðamerkurjökul, þar sem ísinn er strumpablár og þau reyna á þolmörk innilokunarkenndar Rakelar þegar þau finna íshöll á jöklinum.

  • S01E04 Móskarðshnjúkar

    • February 26, 2022
    • Stöð 2

    Garpur og Rakel ákváðu að halda sig nálægt Reykjavík þegar þau skelltu sér uppá Móskarðshnjúka, á brjálæðslega fallegum vetrardegi.

  • S01E05 Múlagljúfur

    • March 5, 2022
    • Stöð 2

    Garpur og Rakel fóru að Múlagljúfri, sem er að þeirra mati, næsta instagram-stjarna landsins.

  • S01E06 Baula

    • March 12, 2022
    • Stöð 2

    Garpur og Rakel fóru uppá Baulu, þar sem veðrið, enn og aftur spilaði stóra rullu á annars fallegum degi.

  • S01E07 Nauthúsagil

    • March 19, 2022
    • Stöð 2

    Íslenska veðrið heldur áfram að spila stórt hlutverk og þurfa Rakel og Garpur að finna sér áfangastað í skjóli.

  • S01E08 Brynjudalur

    • March 26, 2022
    • Stöð 2

    Garpur og Rakel fóru í skipurlagða ferð með Ferðafélagi Íslands og var förinni heitið í Hvalfjörðin.

Season 2

  • S02E01 Hraundrangar

    • February 11, 2023

    Í þessum fyrsta þætti af nýrri þáttaröð af Okkar eigið Ísland fara ævintýramaðurinn Garpur I Elísabetarson og klifrarinn Andri Már Ómarsson í leiðangur upp Hraundranga í Öxnadal.

  • S02E02 Kötlujökull

    • February 18, 2023

    Garpur sýnir Andra íshellana í Kötlujökli.

  • S02E03 Mælifell

    • February 25, 2023

    Garpur & Andri skella sér í bílferð um hálendi Íslands og enda á Mælifelli í rómantísku sólsetri.

  • S02E04 Heinabergslón

    • March 4, 2023

    Garpur & Andri hitta Óskar sem sýnir þeim ísjaka undrin á Heinabergslóni og sigla þeir í kringum þá.

  • S02E05 Vaðalfjöll

    • June 3, 2023

    Garpur I. Elísabetarson fór að þessu sinni á Vaðalfjöll á Vestfjörðum.

  • S02E06 Kerlingareldur

    • June 10, 2023

    Garpur og félagar hans, Jónas og Andri Már fóru í leiðangur í Svarfaðadal í klifur upp Kerlingareld. Kerlingareldur er veggur í miðju fjalli sem heitir Kerling sem gnæfir yfir dalnum. Veggurinn er 200 metra hár og hafa ekki margir klifrarar farið þar upp. Jökull Bergmann leiddi fyrsta leiðangurinn 1997 og hafa aðeins 12 hópar af klifrurum náð toppnum síðan.

  • S02E07 Þumall

    • June 17, 2023

    Garpur I. Elísabetarson hélt ásamt félögum sínum í langan og strangan leiðangur inn Morsárdal á suðausturlandi og stefndu á Þumal, sem er 120 metra toppur við rætur Vatnajökuls í svokölluðum Skaftafellsfjöllum.

  • S02E08 Merkurker

    • June 24, 2023

    Í þessum síðasta þætti af Okkar eigið Ísland fer Garpur í Merkurker sem er auðvelt og skemmtilegt ævintýraferðalag í Eyjafjöllum, skemmtilegt vað í göngum og við enda gangana er komið út í fallegan dal í Eyjafjöllum.

Season 3

  • S03E01 Drangar á Ströndum

    • September 17, 2023

    Í þessum fyrsta þætti í seríu þrjú liggur leið þeirra Garps og Andra að Dröngum á Ströndum. Ferðin gekk þó ekki vandræðalaust fyrir sig þar sem tíðar kríuárásir og mikil þoka settu strik í reikninginn. Það var þó svo sannarlega þess virði því náttúrufegurðin er einstök og útsýnið stórfenglegt.

  • S03E02 Þríhyrningur

    • September 24, 2023

    Í þessum þætti halda þeir Garpur I. Elísabetarson og Andri Már Ómarsson upp fjallið Þríhyrning í blíðskaparveðri. Gangan var fremur þægileg og útsýnið til allra átta var stórbrotið.

  • S03E03 Langisjór

    • October 1, 2023

    Í þessum þætti rúnta ævintýramennirnir Garpur I. Elísabetarson og Andri Már Ómarsson að Langasjó. Langisjór er um 20 km langt stöðuvatn í Vestur-Skaftafellssýslu, það er í 670 m hæð á hálendi Íslands, Við suðurenda Langasjávar trónir Sveinstindur en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir vatnið og hálendið.

  • S03E04 Heimaklettur

    • October 8, 2023

    Í þessum þætti er Garpur I. Elísabetarson staddur í Vestmannaeyjum og gekk upp á Heimaklett ásamt dóttur sinni Kamillu og frænku þeirra Lillý. Heimaklettur er hæsta fjall í Vestmannaeyjum, 283 metra yfir sjávarmáli. Þaðan er útsýnið afbragðsgott en leiðin upp er talsvert brött.

  • S03E05 Hornstrandir

    • October 15, 2023

    Í þessum þætti heldur ævintýramaðurinn Garpur I. Elísabetarson ásamt góðra vina hópi á Hornstrandir. Þar heimsækja þau meðal annars Kálfatinda, Hornvík og Aðalvík. Hornstrandir eru magnað landsvæði nyrst á Vestfjörðum en svæðið er friðlýst. Friðlandið á Hornströndum er 589 km2 og er þar að finna einstaka náttúru og gróðurfar, stórfengleg fuglabjörg og mikið dýralíf.

  • S03E06 Vestrahorn

    • October 22, 2023

    Í þessum þætti klifrar ævintýramaðurinn Garpur I. Elísabetarson ásamt Bergi Sigurðssyni upp Brunnhorn á Vestrahorni. Fylgdu þeir leiðinni Boreal sem er ein lengsta klifurleið landsins en hún var fundin, frumfarin og boltuð árið 2013 af Guðjóni Snæ Guðmundssyni og Snævarri Guðmundssyni. Vestrahorn stendur á Stokksnesi nálægt Höfn í Hornafirði en fjallið er frægt fyrir áberandi oddhvassa tinda og gróft landslag.