Starfsfólk Eurogarðsins fer í hópeflisferð. Draugar fortíðar hans Badda banka upp á og ýmsar skrítnar tilfinningar komast upp á yfirborðið hjá starfsfólki Eurogarðsins.
Starfsfólk Eurogarðsins fer í hópeflisferð í dýragarðinn Slakka. Þar banka draugar fortíðar Badda upp á. Hópurinn fer í sumarbústað, makar og börn eru með. Fríða er orðin skotin í Danna en tekur með sér vin sinn til þess að gera Danna afbrýðisaman. Hópeflið breytist fljótt í fyllerí og rugl. Kolfinna kona Danna fer yfir strikið í poly-ástarsambandi þeirra sem endar með því að Danni vill skilnað.