Verkefnin halda áfram að vera krefjandi og mjög skrítin í Eurogarðinum. Baddi heldur áfram að ætla sér stóra hluti með drauma sína um skemmtigarðinn og lofar upp í ermina á sér þegar að skella á í eitt veglegt barnaafmæli í garðinum.
Rík hjón úr Garðabæ ætla að halda upp á afmæli 9 ára dóttur sinnar í Eurogarðinum. Baddi lofar þeim skrúðgöngu og öllu fögru en lætur fjórmenningana sjá um útfærsluna. Andri og Danni taka á móti trúði sem á að skemmta börnunum en Andri telur trúðinn vera of spenntan fyrir börnum. Hann leggur fyrir hann gildru sem endar illa. Fríða býðst til þess að passa tvær stelpur í garðinum og lætur eins og hún sé mamma þeirra. Í skrúðgöngunni sýður upp úr á milli allra.