Hulda Birna Blöndal Hólmgeirsdóttir þráði að finna blóðföður sinn frá 13 ára aldri þegar hún fékk að vita að hún væri ekki dóttir mannsins sem hún var feðruð. Á fullorðinsárum hóf hún leitina en vissi aldrei hvar átti að byrja. Eftir að hafa óskað eftir árangurslausum lífsýnaprófum frá fjórum mönnum sem hún taldi mögulega koma til greina hætti hún leitinni þar til örlögin gripu í taumana.
Hulda Birna Blöndal Hólmgeirsdóttir var úrkula vonar um finna blóðföður sinn enda orðin mjög alvarlega veik af nýrnasjúkdómi. Fyrir hreina tilviljun kom maður í leitirnar sem var með sama nýrnasjúkdóm og Hulda. Fyrir milligöngu vinkonu sinnar fékk Hulda loks ósk sína uppfyllta næstum fimmtug að aldri eftir áratuga leit.