Home / Series / Blóðbönd / Aired Order /

All Seasons

Season 1

  • S01E01 Orðrómurinn

    • November 4, 2025
    • Sýn

    Ester Böðvarsdóttir hafði fengið margar vísbendingar um að hún væri rangfeðruð en gerði ekkert í því fyrr en hún var 36 ára. Leitin stóð ekki lengi því vitað var hver faðirinn var en hann vissi aldrei af henni.

  • S01E02 Miðlarnir

    • November 11, 2025
    • Sýn

    Eftir óvæntar fréttir um að elsti hálfbróðir Írisar Brögu Guðmundsdóttur í fimm systkina hópi væri rangfeðraður leitaði hún til miðils um svör við því hvort fleiri systkini væru rangfeðruð. Sannleikurinn kom öllum systkinahópnum í opna skjöldu.

  • S01E03 Skjálfti

    • November 18, 2025
    • Sýn

    Jón Már Sigurþórsson leitaði föður síns í 20 ár án þess að fá nokkrar vísbendingar um hver hann væri. Þegar hann leyfði örlögunum að taka yfir fann hann hálfsystur sína á ættfræðivefnum My heritage sem leiddi hann loks í sannleikann um hver faðir hans var.

  • S01E04 Leyndarmálin

    • November 25, 2025
    • Sýn

    Hulda Salóme Guðmundsdóttir fór í skyldleikapróf til að sanna fyrir bróður sínum að hún væri ekki hálfsystir hans. Í ljós kom að Hulda var rangfeðruð og mamma hennar hafði varðveitt leyndarmálið um blóðföður hennar í 57 ár áður en hún kom til hennar í leit að svörum.

  • S01E05 Föðurlaus

    • December 2, 2025
    • Sýn

    Hulda Birna Blöndal Hólmgeirsdóttir þráði að finna blóðföður sinn frá 13 ára aldri þegar hún fékk að vita að hún væri ekki dóttir mannsins sem hún var feðruð. Á fullorðinsárum hóf hún leitina en vissi aldrei hvar átti að byrja. Eftir að hafa óskað eftir árangurslausum lífsýnaprófum frá fjórum mönnum sem hún taldi mögulega koma til greina hætti hún leitinni þar til örlögin gripu í taumana.

  • S01E06 Erfðasjúkdómurinn

    • December 9, 2025
    • Sýn

    Hulda Birna Blöndal Hólmgeirsdóttir var úrkula vonar um finna blóðföður sinn enda orðin mjög alvarlega veik af nýrnasjúkdómi. Fyrir hreina tilviljun kom maður í leitirnar sem var með sama nýrnasjúkdóm og Hulda. Fyrir milligöngu vinkonu sinnar fékk Hulda loks ósk sína uppfyllta næstum fimmtug að aldri eftir áratuga leit.