Jónas greiðir fíkniefnaskuld Rósu með peningum frá Kristjáni. Marý reynir að réttlæta „hliðar viðskipti“ sín og Jónas neyðist til að hjálpa henni að endurheimta peninga Kristjáns með því að selja dóp í gegnum staðinn.
Þegar lögreglan hefur rannsókn á slysi Júlíu, ýtir Jónas ástvinum frá sér, í þeirri von að vernda þau. Kristján krefur Jónas og Marý um að hvítþvo hærri upphæðir í gegnum staðinn og Marý sannfærir Jónas um að halda áfram að hjálpa henni að díla án vitneskju Kristjáns. Það gæti verið það sem losar þau undan honum.
Neistinn kviknar aftur milli Jónasar og Katrínar í kjölfar þess að Skúli fer í krossferð gegn Reykjavik Fusion í nafni skattsins. Jónas þarf að þagga friðsamlega niður í Skúla áður en Kristján gerir það, en lögreglan er líka komin á snoðir um ólögleg athæfi á staðnum.
Kristján hótar Jónasi og Katrínu. Ef þau spila ekki með mun hann ráðast á fjölskyldu þeirra. Jónas og Marý áforma að stela fíkniefnasendingu Styrmis til að borga Kristjáni og Marý neitar að borga Rósu fyrir þögn hennar sem leiðir til ofbeldisfulls uppgjörs. Jónas er skilinn einn eftir til að framkvæma áætlun þeirra.