Í þessum þætti er fjallað um fyrsta hljóðver landsins og tónleika Stranglers 1978 sem opnuðu auga margra sem stóðu fyrir pönk-rokki nokkrum árum síðar. Á þessum tíma voru Stuðmenn, Spilverk þjóðanna, Megas, Mannakorn, Vilhjálmur Vilhjálmsson, EIK, Hinn íslenski Þursaflokkur og fleiri sveitir áberandi.
Sykurmolarnir leysast upp á hátindi frægðarinnar og fram kemur fyrsta íslenska ofurstjarnan, Björk. Undir niðri kraumar þungarokkið og undirbýr það sem koma skal.
Björk er orðin heimsfræg poppstjarna. Emilíana Torrini kemur fram í sviðsljósið. Íslenskt rapp verður að veruleika og Gus Gus reynir fyrir sér erlendis.