Snemma á 20. öld verður bylting í geymslu matvæla með tilkomu niðursuðu og ýmsar tilraunir gerðar til að sjóða niður mat í dósir með misgóðum árangri. Bakstur ryður sér til rúms á 19. öld með rúgbrauði handa sjómönnum og bakaríin spretta fram. Íslenskar uppskriftabækur verða vinsælar með Kvennafræðarann í broddi fylkingar.