Snyrtistofum hefur snarfjölgað á Íslandi síðustu ár. Spurningar hafa vaknað um starfsemina. Rekstur margra snyrtistofa gengur þvert á lög og reglur. Starfsfólk frá Víetnam kveðst hafa greitt margar milljónir króna til að fá að vinna á Íslandi, en síðan verið svikið um rétt laun. Á einhverjum stofum eru grunsemdir um alvarleg brot eins og vinnumansal og aðra misneytingu — jafnvel vændi.