Keyshawn Woods gekk til liðs við Tindastól eftir að hafa flakkað á milli liða í Evrópu. Hann var stór örlagavaldur í vegferð liðsins að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum. Damon Johnson tók efstu deild með stormi við komuna til Keflavíkur, fékk síðar ríkisborgararétt og lék fyrir landsliðið en er komin aftur á heimaslóð þar sem hann heldur úti körfuboltaakademíu fyrir börn og unglinga. Prufa fyrir stórmynd Spike Lee kom við sögu þegar Brenton Birmingham hélt til Íslands að spila fyrir Njarðvík. Hér er hann enn rúmum aldarfjórðungi síðar.