Sannkallað NBA-æði greip um sig hjá þjóðinni í upphafi 10. áratugarins þegar Michael Jordan varð stærsti íþróttamaður heims. Um svipað leiti voru erlendir leikmenn leyfðir á ný hér heima og leikmenn á borð við Franc Booker, Rondey Robinson og John Rhodes urðu stórstjörnur innan sem utan vallar. Sumir þeirra skildu eftir sig arfleifð og áhrif innan sem utan vallar löngu eftir sína tíð.