Uppeldisárin á Húsavík eru Bjarna Hafþóri minnisstæð. Í þessum þætti rifjar hann upp sprenghlægilegar sögur af afa sínum og ömmu og minnist margra ógleymanlegra atvika sem á daga þeirra dreif. Jafnvel í tengslum við erfiðustu sjúkdóma gömlu hjónanna er húmorinn aldrei langt undan.