Bjarni Hafþór setti tappann í flöskuna fyrir mörgum árum síðan og hefur höndlað alkóhólismann með æðruleysi í meira en aldarfjórðung. Fyrir 6 árum greindist hann með Parkison og hefur baráttan við þann sjúkdóm reynst kröfuharðari en margt annað sem á daga hans hafa drifið. En með húmorinn að vopni tekst hann á við þetta erfiða verkefni og eru sögur hans af þessum sjúkdómum kostulegar.