Í þessum þætti skoðum við hegðun foreldra í kringum íþróttir barna og hvað megi betur fara.
Við ræðum við börn og sérfræðinga um meiðsli og hvað hægt sé að gera til að draga úr líkum á að meiðast.
Við skoðum hvaða áhrif það getur haft til framtíðar að meiðast í íþróttum sem barn.
Í þættinum ræðum við andlega heilsu barna í íþróttum. Frammistöðukvíða, einelti og átröskun.
Við skoðum líkurnar á því að ná langt og fórnarkostnaðinn sem getur fylgt því.