Í þessum þætti er fjallað um sauðfé, íslensku ullina, uppruna íslensku lopapeysunnar og hvernig hún hefur þróast frá því að vera duggarapeysa og vinnuflík yfir í tískuvöru. Viðmælendur: Ásdís Jóelsdóttir, lektor í textíl við Háskóla Íslands, og Trausti Hjálmarsson, bóndi í Austurhlíð í Biskupstungum.