Miklar samfélagsbreytingar hafa orðið á síðustu hundrað árum samfara mikilli fólksfjölgun á mölinni. Í þessum þætti verður farið yfir áhrif þessara breytinga á börn og hvernig hagur þeirra hefur breyst á tímabilinu. Viðmælendur eru Sigurjón Björnsson prófessor í sálfræði, Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur og Sigurður Gylfi Magnússon prófessor.