Baddi er enn í meðferð og nýr yfirmaður er tekinn við sem hefur mikla reynslu í stjórnun. Aðstæður starfsfólksins verða því mun kröfuharðari sem fer misvel í hópinn.
Baddi er ennþá í meðferð og ekki líkur á því að hann snúi aftur í garðinn. Nýr yfirmaður, Jónína (Halldóra Geirharðsdóttir), er ráðin inn í hans stað. Hún er góð kona með mikla stjórnunarreynslu. Þegar hún fer að taka til í garðinum fer það illa í starfsmannahópinn. Þarna er komin kona sem að lætur þau vinna allt of mikið. Á leynifundi ákveða þau að losa sig við hana.