Þegar þjálfarið Þróttar segir af sér eftir enn einn tapleikinn, er Brjáni boðið að verða aðstoðarþjálfari, þrátt fyrir enga reynslu af þjálfun.
Brjáni er boðið að taka við Þrótti sem aðalþjálfari. Það gengur brösulega og stolt hans er illa sært þegar leikmennirnir neita að taka mark á honum. Nú eru góð ráð dýr.
Brjánn er kominn með aðstoðarþjálfara sem hefur siglt undir fölsku flaggi. Honum er mikið í mun að finna annan en þeir liggja víst ekki á lausu.
Það er ákveðið að taka einn móralskan, eftir tap síðasta leiks. Hreinn þarf aldeilis að nýta allt sem hann hefur lært á Dale Carnegie námskeiðinu.