Áramótaskaup 2018 var áramótaskaup sýnt í sjónvarpinu RÚV 31. desember 2018. Leikstjóri var Arnór Pálmi Arnarsson og var þetta annað skaupið hans. Höfundar handrits voru þau Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Sverrir Þór Sverrisson en þau léku líka flest hlutverkin. Með yfirumsjón handrits var Arnór Pálmi Arnarsson.