Áramótaskaup 2017 var áramótaskaup sem sýnt var á RÚV 31. desember 2017. Leikstjóri var Arnór Pálmi Arnarsson. Höfundar handrits voru þau Anna Svava Knútsdóttir, Arnór Pálmi Arnórsson, Bergur Ebbi Benediktsson, Dóri DNA og Saga Garðarsdóttir en þau léku einnig flest aðalhlutverkin. Dóra Jóhannsdóttir hafði yfirumsjón með handriti.