Loksins, loksins er komið að því að íslenska þjóðin fái að berja augum afrakstur margfrægrar ferðar útvalinna Íslendinga til Argentínu þar sem þeir tóku þátt í hinum heimsfræga skemmtiþætti Wipeout. Hér er á ferðinni bráðfjörugur skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. Eins og flestir áskrifendur þekkja þurfa þátttakendur að fara í gegnum sérstaklega útfærða þraut á sem stystum tíma og reynir ekki aðeins á líkamlegan styrk heldur einnig kænsku, jafnvægi, snerpu og ekki síst heppni, því brautin er lúmsk, merkilega snúin og rennsleip.