Home / Series / Vistheimilin / Aired Order /

All Seasons

Season 1

  • S01E01 Vöggustofan að Hlíðarenda

    • May 12, 2024
    • Stöð 2

    Í þættinum er skyggnst inn í skaðlega starfsemi Vöggustofunnar að Hlíðarenda sem hýsti næstum fimm hundruð ungbörn á síðustu öld. Rætt er við fólk í húsnæðinu sem það dvaldi í sem ungbörn og hvernig vistin hafði mótandi áhrif á það. Þá lýsir fyrrverandi starfsfólk skuggalegum umönnunaraðferðum. Kannað er hvernig ill meðferð á börnum gat viðgengist þrátt fyrir að fagfólk hafi vitað að starfshættirnir væru afar skaðlegir.

  • S01E02 Vöggustofa Thorvaldsensfélagsins

    • May 19, 2024
    • Stöð 2

    Starfshættir Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins voru lengst af skaðlegir og ungbörn sættu þar illri meðferð eins og á Vöggustofunni að Hlíðarenda. Rætt er við móður sem missti barnið sitt á vöggustofuna og mátti svo aðeins horfa á það gegnum gler. Fjallað er um tilraunir til að breyta starfsháttum á stofnunni og hvernig hið opinbera reyndi árum saman að þagga niður alla gagnrýni. Þá snúa einstaklingar sem dvöldu þar aftur til baka og lýsa áhrifum vistarinnar. Sumir þeirra muna jafnvel eftir dvölinni.

  • S01E03 Nían og sellan

    • May 26, 2024
    • Stöð 2

    Þúsundir barna og unglinga voru lokuð inni í unglingafangelsi á síðustu öld. Dæmi eru um að börn með fötlun hafi verið lokuð þar inni í næstum tvö ár. Sum börn sættu þar miklu ofbeldi og einangrunarvist og voru jafnvel bundin meðan á dvölinni stóð. Í þættinum verður fjallað um Níuna sem var unglingafangelsi í Kópavogi. Rætt er við fólk sem var lokað þar inni til lengri eða skemmri tíma. Þá segir starfsfólk frá því harðræði sem unglingarnir voru beittir,

  • S01E04 Unglingaheimili ríkisins

    • June 2, 2024
    • Stöð 2

    Á árum áður voru þúsundir barna vistuð á upptökuheimilum á vegum hins opinbera. Hver rannsóknin á fætur annarri hefur nú leitt í ljós að kerfið brást þessum börnum með stórfelldum hætti. Í þáttunum fáum við loksins að heyra rödd þeirra einstaklinga sem dvöldu á slíkum stofnunum, aðstandendum þeirra og fyrrverandi starfsfólki.

  • S01E05 Laugaland/Varpholt

    • June 9, 2024
    • Stöð 2

    Konur sem voru vistaðar á vistheimilinu Laugalandi eða Varpholti sem unglingar segja frá reynslu sinni af veru sinni þar. Þær lýsa andlegu niðurbroti og líkamlegu ofbeldi. Þær lýsa hvernig þær reyndu án árangurs að láta yfirvöld vita af því hvernig komið var fram við þær. Foreldri kveður hegðunarvanda unglingsstúlku hafa snarversnað eftir vistina þar. Það var ekki fyrr en konurnar ræddu við fjölmiðla á sínum tíma sem yfirvöld tóku við sér og ákveðið var að kanna vist þeirra á Laugalandi og Varpholti. Sagt er frá niðurstöðu rannsóknarinnar sem er sláandi. Stelpurnar segja hins vegar að vistin hafi verið enn verri en niðurstöðurnar gefa til kynna. Starfsfólkið sem sá um stelpurnar neitar því hins vegar í rannsókninni að andlegt eða líkamlegt ofbeldi hafi átt sér stað á stofnuninni.