Home / Series / Útkall / Aired Order /

All Seasons

Season 1

  • S01E01 Dísarfell

    • January 13, 2024

    Tólf skipbrotsmenn náðu ekki að komast í björgunarbáta þegar flutningaskipið Dísarfell sökk á milli Íslands og Færeyja 9. mars 1997. Þeir urðu að láta fyrir berast í miskunnarlausum öldum Atlantshafsins innan um gáma og brak og svartolíu í þeirri von að þeim yrði bjargað. Tveir menn fórust í slysinu. Í þessum fyrsta þætti af Útkalli ræðir Óttar Sveinsson við Ingva Hallgrímsson og Valdimar Sigþórsson tvo af skipbrotsmönnunum og Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra sem bjargaði þeim.

  • S01E02 Stígandi

    • January 21, 2024

    Stígandi ÓF 25 frá Ólafsfirði sökk árið 1967 lengst norður í íshafi. Um borð voru tólf Íslendingar, þeir komust um borð í gúmmíbáta og þar voru þeir búnir að vera í fimm daga áður en þeirra var saknað. Í þessum þætti ræðir Óttar við Bjarna Frímann Karlsson, einn skipbrotsmannanna.

  • S01E03 Triton

    • January 28, 2024

    Litlu mátti muna að þyrlan TF-LÍF lenti í sjónum við björgun á átta mönnum af danska varðskipinu Triton, en zodiacbáti þeirra hvolfdi í foráttubrimi þegar þeir voru á leið að Wilson Muuga, flutningaskipi sem strandað hafði við Hvalsnes. Í þessum þætti af Útkalli ræðir Óttar við tvo úr áhöfn þyrlunnar þá Auðun Kristinsson og Hörð Ólafsson.

  • S01E04 Flugslysið á Sri Lanka

    • February 4, 2024

    Í nýjasta þætti Útkalls er fjallað um þá fjórða stærsta flugslys sögunnar þegar Leifur Eiríksson, DC-8 vél Loftleiða, brotlenti í myrkri og rigningu í skóginum skammt frá Colombo á Sri Lanka í nóvember árið 1978. 262 voru um borð, þar af 13 Íslendingar – allt Loftleiðafólk. Fimm þeirra komust af. Verið var að flytja indónesíska pílagríma frá Mekka til heimalands síns. Þættirnir eru framleiddir af Heiðari Aðalbjörnssyni.

  • S01E05 Krýsuvíkurbergið

    • February 11, 2024

    Sjö skipverjar björguðust þegar að Steindór GK 101 strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991. Framleiðandi Útkalls er Heiðar Aðalbjörnsson.

  • S01E06 Suðurlandið sekkur

    • February 18, 2024

    Á jólanótt árið 1986 sökk íslenska flutningaskipið Suðurlandið á leið sinni til Murmansk. Óttar Sveinsson ræðir við einn skipbrotsmannana, Júlíus Víði Guðnason í þessum þætti af Útkalli. Hann og fjórir félagar hans lifðu af ótrúlega vist um borð í hálfbotnlausum gúmmíbáti. Mennirnir stóðu í sparifötunum í sjó upp í hné og stundum klof í 14 klukkustundir á meðan beðið var eftir björgun. Sex félagar þeirra fórust. Heiðar Aðalbjörnsson er framleiðandi þáttana.

  • S01E07 Gjafar strandar

    • February 25, 2024

    Gjafar VE 300 strandaði í foráttubrimi fyrir utan Grindavík í febrúar 1973. Skipverjarnir börðust upp á líf og dauða á meðan hugrakkir félagar í björgunarsveitinni reyndu að bjarga þeim. Í þessum þætti af Útkalli ræðir Óttar við Guðjón Rögnvaldsson, einn skipbrotsmannanna, konu hans Ragnheiði Einarsdóttur og Margeir Jónsson sem var í hópi björgunarsveitarmanna. Heiðar Aðalbjörnsson er framleiðandi þáttana.

  • S01E08 Eldur í Goðafossi

    • March 3, 2024

    Eldur kviknaði í flutningaskipinu Goðafossi í október 2010. Skipið var þá statt í fárviðri í Atlantshafinu mitt á milli Íslands og Færeyja. Í þessum lokaþætti þessarar þáttaraðar af Útkalli ræðir Óttar Sveinsson við Nikulás Halldórsson, fyrrum skipstjóra á skipinu og Einar Örn Jónsson, stýrimann. Heiðar Aðalbjörnsson er framleiðandi þáttana.

Season 2

  • S02E01 Snjóflóðin í Neskaupstað

    • December 20, 2024

    Í fyrsta þætti í þáttaröð tvö af Útkalli tekur Óttar viðtal við fólkið sem lifði af snjóflóðin í Neskaupstað árið 1974 þar sem tólf manns fórust. 50 ár eru liðin.