Í þessum þætti þurftu keppendur að taka ljósmynd af sér með flottum farða, búa til tónlistarmyndband og að lokum þurftu tónlistarmennirnir, Bríet og Aron Can, að flytja eigin lög með nýjum texta sem hitt liðið hafði samið fyrir þau. Aron gerist tígrísdýr og Bríet flytur lagið sitt, Esjuna, með nýjum og frumlegum texta eftir Steinda og Aron.