Sjónvarpsmenn stikluðu um á Norðurlandi síðastliðið sumar. Þeir tylltu sér fyrst niður í Austurdal í Skagafirði en síðan lá leiðin til Eyjafjarðar og útnesja nyrðra. Í þessum þætti er að mestu dvalist í Austurdal þar sem bærinn Gilsbakki stendur á bröttum bakka hrikalegs gljúfurs Austari-Jökulsár. Farið er með Hjörleifi Kristinssyni niður í gljúfrið í svonefndan Dauðageira. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson.