3. febrúar árið 2022 varð eitt mannskæðasta flugslys síðari ára hér á landi þegar flugvél með fjóra innanborðs fórst í Þingvallavatni. Allir sem um borð voru fórust í slysinu. Foreldrar Bandaríkjamannsins Josh Neuman sem fórst í slysinu telja að íslensk stjórnvöld hefðu getað komið í veg fyrir slysið og hafa falið lögmönnum sínum að undirbúa dómsmál á hendur íslenska ríkinu.