Hópurinn fer í margháttaðar heilsufarsmælingar og þolpróf áður en tilraun hefst. Þau snæða saman síðustu kjötmáltíðina, fara í fyrstu innkaupaferðina og hreinsa allar dýraafurðir út úr ísskápunum
Hópnum er hent í út í djúpu laugina og þurfa hjálparlaust að komast í gegnum hamfaramáltíðir fyrstu vikunnar. Gengur upp og ofan. Börnin taka breytingunni misvel. Meltingin höndlar illa umskiptin hjá sumum.
Allar fjölskyldunar fá heimsókn frá matgæðingi sem kennir þeim að veganvæða óskarétti fjölskyldunnar. Veganvæðing á hoisin önd, taco með hakki, pasta carbonara og hægeldaðri nautasteik.
Nýjar áskoranir í 3. viku tilraunar. Hlédís þarf að halda saumaklúbb fyrir kjötætur og Siggi og Sigga halda matarboð fyrir veiðifélagana. Skorað á hópinn að stíga frekari skref til að minnka kolefnissporið. Vísindatvíeyki EFLU tilkynnir niðurstöður fyrstu viknanna. Sumir þátttakenda teknir að lýjast.
Síðasta vika tilraunar. Sumir að niðurlotum komnir. Allir sendir í heilsufarsmælingar og þolpróf. Óvæntar niðurstöður heilsufarsmælinga og kolefnismælinga kynntar á fundi með öllum hópnum. Hópurinn fagnar saman í síðustu veganmáltíðinni.