Lóa Pind heimsækir Hjördísi og Magga sem seldu litla blokkaríbúð á Íslandi og fengu í staðinn skuldlaust krútthús í þorpi á Jótlandi. Þau voru varla lent þegar þau opnuðu bístró með íslenskan fisk og franskar. Kynnumst drífandi Íslendingum með ævintýraþrá sem hafa hreiðrað um sig í dejlige Danmark.