Eftir að hafa verið ítrekað hafnað, af hinum ýmsu háskólum, höfðu þær Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir og Steiney Skúladóttir ekki hugmynd um hvað þær ættu að gera í lífinu. Hvers vegna virtust allir aðrir vera með sitt á hreinu? Hvers vegna er þessi pressa að fara í bóklegt nám frekar en iðnnám? Er listnám bara einn stór brandari? Hvort er betra að fara í nám sem maður hefur engan áhuga á eða að vera ómenntaður? Þær ákváðu að gera þáttaröð og freista þess að svara þessum spurningum.