Home / Series / Flugþjóðin / Aired Order /

All Seasons

Season 1

  • S01E01 Upphafsárin

    • September 2, 2024

    Fjallað um fyrstu tilraunir Íslendinga til stofnunar flugfélags árið 1919 og næst árið 1928 og þá draumsýn upphafsmanna að gera flugið að raunhæfum samgöngumáta. Það heppnaðist þó ekki fyrr en í þriðju tilraun árið 1937, með stofnun Flugfélags Akureyrar, sem markar upphaf samfellds atvinnuflugs á Íslandi.

  • S01E02 Flugfélag Íslands

    • September 8, 2024

    Stofnun Flugfélags Akureyrar árið 1937, sem síðar varð Flugfélag Íslands, markar upphaf samfellds atvinnuflugs Íslendinga. Kaupin á 2ja hreyfla flugvél árið 1942, fyrsta millilandaflugið 1945, fyrstu skrúfuþoturnar 1957 og fyrstu þotukaupin 1967 voru meðal stærstu áfanga Flugfélagsins og flugsögu þjóðarinnar áður en félagið sameinaðist Loftleiðum með stofnun Flugleiða árið 1973, sem í dag er Icelandair.

  • S01E03 Loftleiðir

    • September 16, 2024

    Árið 1944 komu þrír ungir menn úr flugnámi með litla einshreyfils flugvél til landsins og stofnuðu Loftleiðir. Tveimur árum síðar voru þeir búnir að kaupa fjögurra hreyfla Skymaster-flugvél. Framhaldinu hefur verið lýst sem Loftleiðaævintýrinu, einu mesta viðskiptaævintýri Íslandssögunnar, en með sókn á alþjóðlegan flugmarkað náði félagið þriggja prósenta hlutdeild í farþegaflugi yfir Norður-Atlantshafið og lagði grunninn að umfangsmikilli ferðaþjónustu á Íslandi.

  • S01E04 Efnahagsáhrifin

    • September 23, 2024

    Flugstarfsemi skipar stærri sess á Íslandi en gerist meðal annarra þjóða og hefur byggt ferðaþjónustu upp sem þýðingarmesta atvinnuveg þjóðarinnar. Þúsundir Íslendinga hafa atvinnu af flugi, sem jafnframt tryggir landsmönnum greiðari flugsamgöngur við útlönd, austan hafs og vestan, en íbúar hinna Norðurlandanna búa við.

  • S01E05 Afríkuhringur

    • September 30, 2024

    Áhöfn Boeing 747-þotu Air Atlanta í fraktflugi með lyfjafarm er fylgt frá Liege í Belgíu til Jóhannesarborgar í Suður-Afríku. Við kynnumst flugliðunum sem nýta hvíldarstopp í Kenýa til safaríferðar um þjóðgarð áður en flogið er áfram frá Nairobí með fulla flugvél af blómum afrískra bænda á markað Evrópu.