Vinirnir Bjarki og Tinna taka óvænta ákvörðun á djamminu og vakna upp í martröð sem þau reyna að breyta í spennandi verkefni.
Barinn er að taka á sig nýja mynd með nýjum eigendum, barþjónarnir Dísa og Gústi reyna að aðlagast nýjum kringumstæðum meðfram því að taka skref í átt að eigin draumum
Flamingo Bar er kominn á síðasta séns og hlutirnir þurfa að gerast hratt. Bjarki og Tinna ákveða að leggja allt sem þau eiga í mikilvægt opnunarpartý, umfjöllun um barinn er allt sem þau þurfa!
Hlaðvarpið Gúliver í Gústalandi er á leiðinni á toppinn þökk sé Tinnu og hennar samböndum. Dísa tekur það á sig að passa barinn eitt kvöld, enda oftast ekki nema nokkrar hræður sem láta sjá sig, hver þarf dyravörð þá?
Það er loksins komið að því! Umfjöllunin um nýja flotta tropical staðinn í Reykjavík er að koma út á Stöð 2. Þetta er stór dagur og því ber að fagna!