Fastir liðir, eins og venjulega: Léttur fjölskylduharmleikur í sex þáttum var íslensk gamansería framleidd af RÚV í sex þáttum í leikstjórn Gísla Rúnars Jónssonar eftir handriti Eddu Björgvinsdóttur og Helgu Thorberg. Þættirnir voru sýndir annað hvert laugardagskvöld á eftir Staupasteini október til desember 1985.
Þættirnir fjalla um þrjár nágrannafjölskyldur í raðhúsi í úthverfi á Íslandi þar sem hefðbundnum kynjahlutverkum er snúið við (með tilheyrandi breytingum á t.d. starfsheitum) og karlarnir eru heimavinnandi húsfeður.