Í þættinum gista Dóri og Steindi í húsbíl á strönd, fara á dúkkusafn, sjá miðaldasýningu, fara í hláturjóga og sigla um höfin blá í booze cruise sem fær vægast sagt slæma dóma.
Strákarnir gista á reimdum herragarði í suður Danmörku, fara í skemmtigarð, kíkja í partístrætó, fá sér hættulegan kínverskan mat og fara í kareókí á einum sveittasta stað Kaupmannahafnar.
Strákarnir gista á versta hótelinu í París, heimsækja holræsasafn, fara í lautarferð í döprum almenningsgarði og borða ostrur á þeim veitingastað í borginni sem fær lægstu einkunn netverja.
Strákarnir gista á húsbát, kynnast Harry Potter eftirhermu á töfrasýningu, fara á æfingu hjá lélegasta knattspyrnuliði Lundúna og læra að spila krikket ásamt því að fara í kjúklingavængjarúllettu.