 
    
        Bíódagar er gamanmynd sem gerist á sjötta áratugnum á Íslandi. Myndin er byggð á æskuminningum Friðriks sjálfs og gerist á þeim tíma þegar íslenskt þjóðfélag gekk í gegnum miklar breytingar. Á sama tíma voru það bandarískar kvikmyndir sem gáfu þessum tíma ákveðinn sjarma og náðu þær oft að hífa almenning andlega upp á erfiðum tímum. Myndin fjallar um hinn unga Tómas og vini hans en þeir eru heillaðir af hinni ímynduðu veröld kvikmyndanna en þurfa svo að takast á við þeirra eigin menningu og raunveruleika þegar þeir stíga út úr kvikmyndasölunum. Bíódagar er enn eitt samvinnuverkefni þeirra Friðriks og Einars Más Guðmundssonar en þeir skrifuðu handritið af myndinni saman. Myndin var valin besta barnamynd Norðurlanda 1994.
No lists.
No lists.
No lists.
Please log in to view notes.