Icelandic politicians and businesses are profiled as they attempt to lure aluminum production to the island country.
Draumalandið fjallar um þjóð sem er búin að koma upp öllum sínum innviðum og hefur öll tækifæri í hendi sér en ákveður að gera landið að einni stærstu málmbræðslu í heiminum. Til þess þarf að fórna einstæðri náttúru og þenja efnahagskerfið til hins ítrasta. Draumalandið lýsir saklausri þjóð sem dregur að sér öfl og fyrirtæki með vafasamt orðspor og hörmulega slóð eyðileggingar að bakinu. Draumalandið er líklega eitt viðamesta heimildarmyndaverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi og sló aðsóknarmet í flokki íslenskra heimildarmynda.
Tagline
Hvað áttu þegar þú hefur selt allt?
English
Íslenska